14.06.1918
Efri deild: 44. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Í raun og veru hefði breytingin við 5. gr. þurft að vera fyllri; þar hefði þurft að koma „og stjórnarráðs“ á eftir orðunum „samþykkis sýslunefnda“. Og til þess, að þetta þurfi ekki að reka sig á, er jeg að hugsa um að taka aftur staflið a, við 5. gr., og mætti svo leiðrjetta þetta í háttv. Nd.

Viðvíkjandi því, sem háttv. þm. ísaf. (M. T.) talaði um, að þingið ætti að sýna vilja sinn í því að bjálpa bágstöddum, með því að samþykkja brtt. hans, þá skal jeg geta þess, að brtt. nefndarinnar voru einmitt þess eðlis, að hægt var að veita ótakmarkaða hjálp samkvæmt þeim, þar sem þess þurfti við. En þær hjálpaði háttv. þm. (M. T.) til þess að drepa, og sýnist mjer ónauðsynlegt að tala þar um fleira.