26.04.1918
Neðri deild: 10. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 946 í B-deild Alþingistíðinda. (945)

10. mál, sala Ólafsvallatorfunnar

Einar Arnórsson:

Að eins örstutt athugasemd. Það var hreinn misskilningur hjá hæstv. forsætisráðherra, að jeg væri að finna að því, hve oft hann hafi tekið til máls. Mjer hefir alls ekki dottið í hug að snupra hann fyrir það. Hann er því óþarflega hársár. Hitt er satt, að hann hefir tekið oft til máls, en jeg hefi ekkert við það að athuga.