15.05.1918
Efri deild: 19. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í B-deild Alþingistíðinda. (988)

44. mál, laun til Gísla Guðmundssonar

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg veit ekki, hvað háttv. deild virðist, en frá mínu sjónarmiði er óþarfi að tefja þessa till. með því að vísa henni til nefndar hjer í deildinni. Mjer er kunnugt um, að Gísli Guðmundsson fór fram á, að sjer yrði greiddur helmingur launa þeirra, sem forstöðumaður efnarannsóknarstofunnar á að rjettu lagi að hafa. Er það og venjulegt um þá, sem settir eru til að þjóna starfi, lausu, utan við sitt eigið starf, að þeir hafi helming launa. Neðri deild vildi þó ekki fallast á það, heldur lækkaði launahelftina enn um helming, og er ekki líklegt, að Ed. fari að klípa meira utan úr þeim.