02.09.1918
Efri deild: 1. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (119)

Embættismenn deildarinnar

Forseti og skrifarar gengu því næst til sæta sinna, og tók þá til máls forseti:

Eins og yður, háttv. þm., er kunnugt, þá er þing þetta kallað saman til þess að fjalla um frv. það til dansk-íslenskra Sambandslaga, sem nú liggur fyrir.

Ríður mjög á því, að tekið verði sem fyrst til starfa, svo að máli því verði lokið í tæka tíð.

Í háttv. Nd. verður haldinn fundur í dag, til þess að leggja fram frv. og kjósa nefnd í málið, og vil jeg því leyfa mjer að boða einnig til fundar hjer í dag kl. 5, til þess að kjósa samskonar nefnd hjer, svo að þær geti tekið til sameiginlegra starfa sem fyrst.