09.09.1918
Neðri deild: 7. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í C-deild Alþingistíðinda. (152)

4. mál, greiðsla af kostnaði af flutningi innlendrar vöru

Stefán Stefánsson:

Vegna þess, hve miklir erfiðleikar eru sjáanlegir á því að jafna að fullu flutningskostnað á innlendum vörum frá hinum ýmsu höfnum, þá vil jeg gera það að minni till., að þessu máli sje vísað til stjórnarinnar, í því trausti, að hún, í samráði við útflutningsnefndina, rjetti svo hlut manna með þennan flutningskostnað, sem hún sjer sjer fært eða gerlegt.

Fastar eða ákveðnar reglur að þessu leyti virðist mjer engan veginn hægt að setja og því verði að fela stjórn og útflutningsnefnd að greiða úr þessu á sem hagkvæmastan hátt eða með sem mestri sanngirni, að við verður komið.