09.09.1918
Sameinað þing: 3. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í C-deild Alþingistíðinda. (184)

5. mál, vantraustsyfirlýsing

Magnús Torfason:

Jeg þarf ekki að endurtaka það, sem jeg hefi áður sagt. Fyrir vestan þekkja allir Vigurgrínið og vita, að Vigurklerkur er manna lagnastur á að búa til smásögur. Það heyrðist á orðum hans, að á Ísafirði hafa sumir dálítinn beyg af lögreglustjóra sínum, og tel jeg mjer það til hróss. Jeg hefi aldrei reynt að vera allra vin. Annars hjelt jeg, að kosningarnar sýndu hug alþýðunnar til mín, hvað svo sem er um auðvaldið.

Meira þarf jeg ekki að segja. Jeg hefði getað svalað mjer vel á hv. þm. N.-Ísf. (S. St.), en þar sem hann er maður gamlaður, hefi jeg ekki brjóst til að bæta fleiru ofan á hrakfarir hans.