06.09.1918
Neðri deild: 3. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í B-deild Alþingistíðinda. (19)

1. mál, dansk-íslensk sambandslög

Forseti:

Út af ræðu háttv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) skal jeg geta þess, að það hefir verið föst venja að prenta á dagskrá, eins og hjer er gert um síðara málið, »ef deildin leyfir«, þegar um afbrigði frá þingsköpum er að ræða í meðferð frumvarpa, en hvorki um nefndarálit nje breytingartilllögur, og samkvæmt þessari venju er dagakráin samin. Og með því að jeg fæ ekki sjeð, að það brjóti bág við stjórnarskrá nje þingsköp, að málið sje tekið nú til umræðu, leyfi jeg mjer að bera það undir atkvæði háttv. deildar, hvort hún, að fengnu samþykki hæstv. forsætisráðherra, vilji leyfa, að málið sje rætt á þessum fundi.