07.09.1918
Efri deild: 3. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 184 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

1. mál, dansk-íslensk sambandslög

Forsætisráðherra (J. M):

Mjer þykir það undarlegt, að háttv. þm. Snæf. (H. St.) skilur ekki ástæðuna til setu þingsins í sumar. Mjer fanst og finst það ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að þingið sæti þar til úrslit voru fengin um mál það, sem nú liggur hjer fyrir. Og niðurstaða um þetta mál er fengin hjá, þinginu; það vantar að eina formlegt samþykki.

Þetta er ástæðan til þess, að stjórnin vill hraða málinu nú, svo að þingið eigi ekki setu of lengi og með því baki þjóðinni kostnað, sem stjórnin verður að telja með öllu þóþarfan. Og ef þetta mál væri eina málið, sem þingið hefði til meðferðar, þá er það vitanlegt, að meiri hluti háttv. þm. sæti hjer vinnulaus, meðan nokkrir menn væru að skrifa nefndarálit, eða nægur tími liði frá útbýtingu skjala.

Ef einhverjir ætla að flytja vantraustsyfirlýsingu til stjórnarinnar, þá ætti að vinnast nógur tími til að afgreiða hana, þótt þinginu væri hraðað. Við ættum að fara að verða svo pólitískt þroskaðir, að það tæki ekki langan tíma hjer, fremur en annarsstaðar, þótt skift væri um stjórn. Slíkt má gera á stuttum tíma og engin ástæða til langa þinghalds fyrir það.