07.09.1918
Efri deild: 3. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í B-deild Alþingistíðinda. (44)

1. mál, dansk-íslensk sambandslög

Frsm. minni hl. (Magnús Torfason):

Það mun hafa litla þýðingu að tala hjer í máli þessu, því að atkvæði manna eru fyrirfram ákveðin, fyrir eins bergmálalausan mann eins og mig, sjerstaklega þar sem tveir þingofvitar neðri deildar hafa farið þar eins mörgum orðum um málið og raun er á orðin.

Af því að jeg er í fullveldisnefndinni, hlýt jeg samt að gera nokkra grein fyrir atkvæði mínu, og vera jeg þá fyrst að fara nokkrum orðum um aðdraganda málsina, því að hann hefir talsverða þýðingu fyrir það, hvernig beri að líta á málið.

Aðdragandi málsins er sá, að á þinginu 1917 var sampykt þingsályktun um fánann. Jeg minnist þessa vegna þess, að vingjarnir menn í minn garð hafa sagt, að jeg hafi verið fyrsti hvatamaður þess, og að jeg beri því ábyrga á öllu því, er síðar varð; en það er ekki rjett. Jeg var ekki hvatamaður þess í öndverðu, en hitt er annað mál, að jeg sagði, að ef tækifæri væri til að fá málinu framgengt, þá, væri sjálfsagt að nota tækifærið, og það ætti að gera það í frumvarpsformi, það var hættara við því, að þingsál. væri talin lýsa svo mikilli veilu og veiklun í sókn málsins, að ekki yrði tekið fult tillit til hennar. Jeg veit, að það voru misjafnar skoðanir um það, hvort rjett væri að hreyfa fánamálinu á þinginu 1917, en það rjeði úrslitum, að margir litu svo á, sem ófriðnum gæti verið lokið er næsta þing kæmi saman, og töldu því rjettara að hreyfa málinu þá.

Árangurinn eða afleiðingin af fánaþingsál. var sá, að Danir fóru fram á það við oss, að við semdum um sambandsmálið við þá, og mjer skilst, að það hafi verið staðfest með því, að þeir hafa sent heim hingað sjerstaka nefnd í þeim erindum að semja við oss. Jeg tek þetta fram af því, að það eru bornar brigður á það, að þetta hafi orðið fyrst af hvötum Dana, en koma sendimannanna hingað til Reykjavíkur virðist benda á, Danir eigi upptökin, og verið jeg að hafa það fyrir satt þangað til annað verður sannað.

Samkvæmt þessu var aðstaða vor fádæma góð. Danir bjóða, en okkar var að hafna. Danir gerðu það vitanlega fyrir sig að koma. Til þess að tryggja þessa aðstöðu sem allra best, var fulltrúum vorum, sem unnu að samningunum, ekki gefið samningsvald, heldur að eins falin milliganga í millinu. Þetta er líka játað af nefndarmönnunum.

Með þessu móti átti það að vera trygt, að hvert skref, sem stigið yrði, yrði rætt meðal fullveldisnefndanna og þingflokkanna, ef á þyrfti að halda.

Þetta var viturleg ráðstöfun, því að við höfum lítt haft tækifæri til þess að leika stjórnmálamenn. En þegar til framkvæmdar kom, varð sú raunin á, að milligöngumennirnir fylgdu ekki þessari reglu, eins og vikið er að í nefndaráliti mínu. Nei, milligöngumennirnir gerðu þvert á móti. Þeir gerðu Dönum tilboð upp á, eigin spýtur, án þess að fullveldisnefndin hefði gefið leyfi til þess sem slík og án þess að þeir hefðu borið málið undir hana.

Þetta tilboð er á fylgiskjali 7 við gerðabók milligöngunefndarinnar. Þar er Dönum er boðinn selstöðurjetturinn að fyrra bragði. Eftir því, sem jeg fæ sjeð af gerðabókinni og fylgiskjölunum, þá hefir Dönum ekki dottið í hug að fara fram á þennan rjett; það sjest af fylgiskjali 6, sem er frv. það, er Danir báru fram, en fylgiskjal 6 er dagsett 5. júlí 1918, en fylgiskjal 7 er dagsett 8. júlí 1918, eða 3 dögum seinna.

En það, sem sjerstaklega gefur mjer ástæðu til þess að minnast á þetta, er, að meiri hluti nefndarinnar segir, að milligöngumennirnir hafi unnið í fullu samræmi, sambandi og samvinnu við báðar fullveldisnefndir og stjórn, því að þetta er ekki rjett.

En það er ekki nóg með það, að milligöngumennirnir byðu Dönum selstöðurjettinn að fyrra bragði, heldur buðu þeir þeim einnig tilhliðrun á utanríkismálanum, sem þó síðar var skafin út og breytt.

Með öðrum orðum, strax 8. júlí er milligöngunefndin gengin svo langt í áttina til Dana, að eftir það var aðalverkið að mylja úr hennar gerðum, og eftir þá átti fullveldisnefndin að sækja upp á við. Þetta er fyrsta skrefið á fullveldisbraut Ísland, og verður ekki annað sagt um það en að það hafi verið óhöndulega á haldið, svo að ekki sje frekara að kveðið. Af þessu má og hverjum vera það fullskýrt, hvers vegna nefndin birti ekki strax í öndverðu gerðir sínar. Þetta tek jeg einnig fram af því, að aðalmenn milligöngunefndarinnar hafa sagt, að þeir, sem eigi fylgja þeim að málum, verði að sanna, að betri kjör hefðu verið fáanleg. En þetta sýnir, að afarsterkar líkur eru fyrir því, að svo hefði verið ef rjett hefði verið á haldið, og því þeirra að sanna, að svo sje ekki.

En svo eru aðrar ástæður, er gera það að verkum, að við stóðum vel að vígi, og við hefðum átt að halda fast á rjetti vorum. Menn mega ekki halda, að Danir hafi komið hingað til vor af öðru en því, að þeir hafi talið hagsmunum sínum best borgið með því. Danir hafa væntanlega litið svo á, að nú væri gott tækifæri fyrir þá. Til þess geta legið margar ástæður. Hvað vitum við t. d. um, nema að farg frá öðrum hafi legið á þeim um þetta? Líka er það ekki ósennilegt, að þeir hafi talið, að aðstaða okkar yrði betri í ófriðalok en nú, og því viljað fyrir hvern mun fá okkur áður heim í danska höfn. En allar ástæður til þess, að þeir vildu semja við okkur, bættu aðstöðu vora.

Það hefir verið lagt mikið upp úr því, að það þyrfti að flýta málinu, og stærsta örlagamál þjóðarinnar er dregið inn undir stríðsrástafanir. Þetta er öldungis ný kenning. Þegar fáninn lá fyrir, átti hann að vera ytra tákn og vörn okkar, en þá lá ekkert á, og það þurfti ekki að afgreiða málið í frumvarpsformi, heldur í máttlausri þingsályktun. Þetta með stríðsráðstöfunina get jeg ekki betur sjeð en sje blátt áfram grýla — án allra röksemda — grýla, sem á sjer engan stað, en það getur líka verið afsökun mislitrar og mórauðrar samvisku.

Þeir, sem fylgja þessu frv. fastast fram, og þar með grýlunni, segjast gera það af því, að samviskan og sannfæring þeirra bjóði svo, en það er eins ástatt um sannfæringuna og samviskuna eins og magann, að ef meltingin er í góðri reglu, þá veit maður ekkert af honum, en verður hans fyrst var þegar ólag og óstjórn með iðraverk ríkir þar.

Þetta frv. er engin vörn fyrir oss; ef ófriðarþjóðirnar vilja slægjast til vor, þá gera þær það eins þótt þetta pappírsblað sje milli okkar og Dana; dæmin um Belgíu og Grikkland sýna það ljóslega. Nei, við verðum að treysta hnattstöðu vorri og því, að við höfum einkis meinsmenn verið. Það má með eins miklum rjetti telja samninginn hættulegan fyrir okkur, ef til vill mjög hættulegan, því að við rennum engan grun í, hvað uppi verður í ófriðarlok.

Það hafa verið viðhaldar miklar gyllingar um frv. og sagt, að það sje miklu betra en nokkrum hafi dottið í hug. Það eru fróðir menn, er vita alt það, sem í hvers manns hug flýgur; annars legg jeg lítið upp úr þessum gyllingum. Frv. á að vera svo gott, að það mæli með sjer sjálft. En það verður aldrei gott fyrir það eitt, þótt þingofvitarnir hrósi því.

Því hefir líka verið hampað, að ýmsir fræðimenn hafa talið frv. gott í okkar garð, en mjer þykir miklu minna til þeirra ummæla koma en forgöngumenn frv. vilja vera láta. Fyrst og fremst er það, að þeir miða við það eitt, að Ísland verði fullvalda, og því hefi jeg aldrei neitað en þeir hafa lítið látið uppi um, hvernig þeir líti á aðra afstöðu vora til Dana.

Síðustu árin hefir »Skandinavismus« orðið mjög ríkjandi á Norðurlöndum, einkum síðan þau mistu Finnland, og því vilja þau fyrir engan mun missa af Íslandi, »5. Norðurlandaríkinu«. Má því ekki gera of mikið úr almennum yfirlýsingum þeirra.

Því fer betur, að ýmsir af þeim, er fylgja frv., játa, að það sje gallað, meira að segja játa sumir þeirra, að það sje meingallað, og jeg er sannfærður um, að þetta hefði komið allmikið betur í ljós ef hendur þingmanna hefðu ekki verið bundnar á pukursfundinum, sem haldinn var í sumar, og þeim þá bannað að tala. Þeir einu, sem eru hrifnir, eru mennirnir frá 1903, og svo nokkrir þreyttir menn, sem fyrir hvern mun vilja fá frið, en það er spá, mín, að friður þeirra verði lítill, því að eftir fá ár verður kominn svo mikill ófriður, bæði innanlands og við Dani, að áður hefir ekki verið annar eins.

Meiri hluti nefndarinnar ver miklu máli til að sanna, að Ísland verði fullvalda, en því hefir aldrei verið neitað, en þó er gert meira úr því en rjett er og minna úr göllunum.

Ef borin eru saman frv. 1908 og nú 1918, þá er sá samanburbur því að eins rjettur, að þess sje gætt, að 1903 var alstaðar farið á, skemsta vaði, og því ætti þetta frv. að vera betra í tillum aðalatriðum, enda hefir oss þokað talsvert á leið síðan 1908; en eins og jeg hefi sagt í nál, þá er langt frá því, að svo sje. Það er verra í örlagaríkum höfuðatriðum; við höfum fengið fullveldishismið, en Danir hafa fengið kjarnann, auk þessa sem skilnaðarskilyrðin eru svo rík, að hjeðan af erum við, þrátt fyrir alt fullveldi, fastir við Dani.