09.09.1918
Efri deild: 5. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 253 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

1. mál, dansk-íslensk sambandslög

Frsm. meiri hl. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg gleymdi að taka það fram, út af ummælum háttv. þm. Ísaf. (M. T.) um það, hvort gerðir samninganefndanna yrðu birtar, að skjöl þeirra voru lögð fram sem trúnaðarmál. Þarf því samþykki, ekki að eins íslensku nefndarinnar, heldur og hinnar dönsku, til þess, að þau verði birt.

076

Frsm. minni hl. (Magnús Torfason): Jeg þarf ekki að svara hæstv. fjármálaráðherra öðru en því, að jeg man svo langt, að í sumar var hann sáróanægður með ákvæði 6. gr., þótt hann hafi fengið rjettari skilning á þeim nú.

Þau orð, að við hefðum ekki fengið fánann, er auðvitað ekkert nema staðhæfing, meðan hann var ekki gerður að fráfararatriði.

En rit af yfirlýsingu þeirri í Mörgunblaðinu, sem háttv. frsm. meiri hl. (Jóh. Jóh.) vitnaði í, skal jeg, með samþykki forseta, leyfa mjer að lesa upp eftirfarandi klausu úr sömu grein:

»Það var tekið fram í nefndarfrv. 1908, að Danir skyldu njóta sömu rjettinda á Íslandi og Íslendingar í Danmörku, en nú er þetta orðað þannig, að Danir njóti sömu rjettinda á Íslandi eins og Íslendingar sjálfir og gagnkvæmt.«

Mjer skilst, að ekki hefði verið hægt að orða þetta öllu skýrara eftir mínum skilningi, þótt jeg hefði gert það sjálfur.