02.09.1919
Efri deild: 46. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1274 í B-deild Alþingistíðinda. (1053)

26. mál, laun embættismanna

Magnús Kristjánsson:

Svar hæstv. forsætisráðherra (J. M.) var að vísu nokkurn veginn fullnægjandi, en þá verð jeg að líta svo á, að dýrtíðarlög þau, sem nú eru í gildi, falli niður jafnframt því, sem frv. þetta verður að lögum.

Það er því áríðandi, að mönnum sje þetta ljóst, og að tillit sje tekið til þess í fjárlögunum, eins og jeg hefi áður bent á.