08.09.1919
Efri deild: 51. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1283 í B-deild Alþingistíðinda. (1060)

26. mál, laun embættismanna

Magnús Kristjánsson:

Jeg stóð upp til þess að bera fram fyrirspurn til hv. nefndar út af 1. og 3. brtt. hennar á þgskj. 682, sem mjer skilst þó að hafi ekki mikla þýðingu.

Mjer skilst, að skiftingin á launaþóknun sýslna og læknahjeraða sje gerð af handahófi, og sje jeg ekki, að breytingar þær, er nefndin leggur til að gerðar verði, sjeu til bóta. En ef nefndin getur ekki fært frekari rök en hún hefir gert að því, að breyting hennar sje sanngjörn, sje jeg mjer ekki fært að greiða atkvæði með henni. Þetta er ekki stórvægilegt atriði. En jeg vil vita og vera sannfærður um, að breytingin sje til bóta, áður en jeg get greitt henni atkv.