08.09.1919
Efri deild: 51. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1314 í B-deild Alþingistíðinda. (1077)

26. mál, laun embættismanna

Guðmundur Ólafsson:

Það var von, að hæstv. forsætisráðh. (J. M.) færist svo orð, með því að hann heyrði ekki til mín. Hann mintist á sýslumennina, sem jeg hafði ekki minst á, og taldi þar eitt dæmi til, sem rök fyrir mínu máli. Stjórnin fellst þá á það, að hægt sje að breyta frv. til bóta, og styrkir það mitt mál, enda tjáir stjórnin sig nú meðmælta uppbótar til presta, í stað ½, sem er mikið nær því, sem stóð í frv. stjórnarinnar. Sýnir þetta, að orð mín áðan voru ekki gripin úr lausu lofti.