18.07.1919
Efri deild: 10. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1376 í B-deild Alþingistíðinda. (1156)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Eins og nefndarálitið ber með sjer hefir allsherjarnefnd komist að þeirri niðurstöðu, að ráða háttv. deild til að samþykkja frv., með þeirri einni breytingu, að hámarkið verði fært niður úr 1000 kr. í 500 kr. Ástæðurnar fyrir þessu eru teknar fram í nál., og finn jeg ekki ástæðu til þess að fara í fleiri orðum um það atriði, en vænti, að hv. deild samþykki brtt. og síðan frv.