23.09.1919
Sameinað þing: 2. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1395 í B-deild Alþingistíðinda. (1195)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er rjett, sem háttv. þm. Ísaf. (M. T.) sagði, að jeg lýsti því yfir í háttv. Ed., að jeg legði ekki mikla áherslu á, hvort sektahámarkið væri 1000 kr. eða 500 kr. Annars ljet jeg það álit mitt í ljós, líkt og háttv. 2. þm. Árn. (E. A.), að það væri ekki ástæða til að setja þessa breyting á sektarhámarkinu í samband við ákvæðin um afplánun fjesekta. Það er rjett athugað hjá háttv. 2. þm. Árn. (E. A.), að þessu hefir ekki verið skeytt hjer meðan ófriðurinn hefir staðið.

Það mun ekki vera hægt að segja, að þetta sje til að verja smælingjana, þó hámarkið sje hækkað, því enginn dómari mundi dæma mjög háa sekt, ef fátæklingur ætti í hlut, nema þá um mikið afbrot væri að ræða, sakir endurtekninga eða annars. En þetta er í rauninni lítið mál til þess að vekja deilur milli deilda. Og jeg sje ekki, að neinn voði væri á ferð, þó að frv. fjelli. Það mundi þá verða lagt fyrir mesta þing aftur. Má ske stjórnin, ef hún situr verði þá búin að endurskoða löggjöfina, sem snertir þetta.