28.08.1919
Efri deild: 42. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1424 í B-deild Alþingistíðinda. (1228)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Frsm. (Kristinn Daníelsson):

Frv. þetta var tekið af dagskrá í gær vegna tilmæla nefndarinnar, en svo stóð á þeim, að ekki var hægt að afgreiða þetta frv. fyr en útsjeð var um afdrif fyrsta málsins á dagskránni í dag. Ef brtt. sjávarútvegsnefndar hefði ekki verið samþykt, þá hefði þurft að breyta 1. gr. skrásetningarlaganna, en þar sem hún nú var samþykt, þá gerist engrar slíkrar breytingar þörf.

Jeg hefi ástæðu til að þakka hv. deild fyrir undirtektir hennar undir tillögur sjávarútvegsnefndar um daginn, við 2. umr. skrásetningarlaganna, sem allar voru samþyktar, að undantekinni einni smábreytingu. Sú breyting var að vísu ekki mikilvæg, en mjer kom þó á óvart, að hún skyldi feld, því nokkru áður hafði hv. deild samþykt alveg sömu orðabreytingu. eftir tillögu samvinnunefndar beggja deilda. Þær brtt., sem nú liggja fyrir, eru eingöngu orðabreytingar, sem ekki er vert að eyða mörgum orðum að. Jeg vil benda á brtt. um, að „skrásetja“ komi í stað „lögskrá“; sú brtt. er ekki gerð til að færa til betra máls, heldur til að koma á samræmi, með því að orðið „skrásetja“ er alstaðar annarsstaðar í frv. Hinar breytingarnar eru sumpart sjálfsagðar, og sumpart til bóta, og geta hv. deildarmenn auðveldlega dæmt um þær af eigin dómgreind.