13.09.1919
Neðri deild: 63. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1426 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Jeg sje ekki ástæðu til að tala langt mál. Nál. á þgskj. 769 ber með sjer þær breytingar, sem gerðar hafa verið á frv. í háttv. Ed., og nefndin er þessum breytingum samþykk. eins og tekið er fram í nál. En jeg skal geta þess, að það þarf að breyta 1. gr. frv. í samræmi við þær breytingar, sem Nd. hefir gert á frv. um breyting á siglingalögunum. Nefndin leggur þess vegna til, að 1. gr. frv. verði breytt í samræmi við þetta. Enn fremur hefir nefndin lagt til, að gerð væri lítils háttar orðabreyting á 12. gr. Nefndin væntir þess, að hv. deild lofi málinu fram að ganga með þessum breytingum.