08.09.1919
Neðri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1453 í B-deild Alþingistíðinda. (1284)

29. mál, siglingalög

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Eins og deildinni er kunnugt, var 1. gr. frv. breytt í Nd. á þá leið, að rjettur manna til að nota íslenskan fána var þrengdur. En þessa breytingu hefir Ed. nú felt niður og fært frv. í sama búning og það var áður í. Af því að nefndin lítur svo á, að meiri trygging hafi falist í breytingu þeirri, sem gerð var á frv. í þessari deild, vill hún eindregið, að breyting þessi verði tekin upp í frv. aftur.