15.09.1919
Efri deild: 56. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1647 í B-deild Alþingistíðinda. (1359)

5. mál, stjórnarskrá konungsríkisins Íslands

Fjármálaráðherra (S. E.):

*) Frá ræðuskrifaranum (V. Þ. G.) vantaði niðurlag ræðu frsm. (K. E.) og sömuleiðis upphaf ræðu fjármálaráðh. (S. E.).

En meiri líkur eru til þess, að eldri menn og íhaldssamari komist á þing við landskosningar en kjördæmakosningar.

Ein sú ástæða, sem fram hefir komið móti landskjörinu með svo fáum mönnum, er að þetta sje alt of stórt „apparat“. Þó eitthvað kunni að vera til í þessu, mun þó enginn telja eftir sjer þann kostnað, sem af því leiðir, ef með því fæst heppileg skipun þingsins En einmitt þessi skipun og þá sjerstaklega jafnvægið milli deildanna, er svo stórt atriði og mikilsvert, að það verður að standa í stjórnarskránni sjálfri.

Viðvíkjandi 26. gr. held jeg, að athugasemdir hv. þm. Ísaf. (M. T.) sjeu rjettar og því full ástæða til að athuga þá grein betur.