23.09.1919
Neðri deild: 71. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1659 í B-deild Alþingistíðinda. (1374)

5. mál, stjórnarskrá konungsríkisins Íslands

Pjetur Jónsson:

Þegar þetta nál. var lagt fyrir mig til undirskriftar, þá skrifaði jeg undir það, því jeg var samþykkur aðalniðurstöðunni og gat fallist á, að það yrði samþykt óbreytt eins og það kom frá Ed. Fundust mjer smáorðabreytingar ekki svo mikilvægar, að það tæki því að fara að flækja málinu milli deilda fyrir þær. Jeg get því fallist á, að þær verði teknar aftur, enda er það best, að hægt væri að afgreiða málið frá þinginu nú; því fyr er hægt að efna til nýrra kosninga.