08.08.1919
Efri deild: 24. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1697 í B-deild Alþingistíðinda. (1432)

66. mál, aðflutningsgjald af salti

Frsm. meiri hl. (Guðmundur Ólafsson):

Háttv. 2. þm. G.-K. (K. D.) sagði, að sjávarútvegurinn greiddi einvörðungu þennan toll. Þetta er ekki rjett, og vil jeg leiðrjetta það. Þó sjávarútvegurinn greiði hann að miklu leyti, þá greiðir landbúnaðurinn hann og að nokkru, eða hver atvinnuvegurinn í rjettu hlutfalli við notkun hans á þessari vöru. Hjer er því um beint rjettlæti að ræða.

Allar eftirtölur og umkvartanir um það, að sjávarútvegurinn verði of hart úti, ef frv. verður samþykt, hafa því að eins við venju að styðjast, en engin rök.