28.07.1919
Neðri deild: 19. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1706 í B-deild Alþingistíðinda. (1445)

93. mál, löggilding verslunarstaðar við Syðstabæ í Hrísey

Flm. (Einar Árnason):

Jeg þarf ekki að tala langt mál um frv. þetta. Það er flutt eftir óskum þingmálafunda þar nyrðra, og hefir hlutaðeigandi sýslunefnd mælt með löggildingunni.

Eins og öllum er kunnugt, liggur Hrísey á fjölförnustu skipaleið norðanlands, og á síðustu árum hefir risið þar upp allstórt þorp, og sjávarútvegur aukist þar að miklum mun, bæði þorskveiðar og síldar, enda eru þar komnar upp tvær síldveiðastöðvar og skipabryggjur.

Skipalægi er þar einnig gott, einkum í hafátt, og hefir það oft komið fyrir, að skip, sem sigla út frá Akureyri, leita þar hljes í vondum veðrum, þar til fært er að leggja út til hafs.

Jeg býst ekki við, að þörf sje á að vísa frv. til nefndar, og vil því óska, að það verði látið ganga áfram nefndarlaust.