23.07.1919
Neðri deild: 14. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1715 í B-deild Alþingistíðinda. (1493)

67. mál, póstlög

Magnús Pjetursson:

Jeg vildi skjóta þeirri fyrirspurn og athugasemd til fjárhagsnefndar, hvert þessir nýju embættismenn eigi að vera undir sömu launakjörum og áður voru við póststörfin. Jeg vildi biðja hv. nefnd að athuga þetta, sjerstaklega ef henni virtist, að kjör þeirra gætu ekki farið saman, og senda þá athuganir því viðvíkjandi til launanefndar, og uppástungur um launin.