22.08.1919
Efri deild: 37. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1754 í B-deild Alþingistíðinda. (1573)

113. mál, brúargerðir

Frsm. (Guðjón Guðlaugsson):

Jeg tel ekki eðlilegt, að nöfn þeirra brúa, sem í fjárlögum standa, verði feld burtu, vegna þessa frv., en sjálfsagt er að halda fjárhæðinni eftir, sem veita á til brúa. Annað mundi villa sýn um fjárhaginn. Í fjárlögum ættu allar fjárhæðir að standa, sem við koma fjárhag landsins á fjárhagstímabilinu, svo hægt sje að sjá nokkuð af eða á um mismun tekna og gjalda.