22.08.1919
Efri deild: 37. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1754 í B-deild Alþingistíðinda. (1574)

113. mál, brúargerðir

Kristinn Daníelsson:

Jeg tel það sjálfsagðan hlut, að brúanöfnin í fjárlögunum verði strikuð út. En jafnsjálfsagt er, að þær brýr gangi fyrir öðrum, þegar til byggingar kemur, sem búið er að veita fje til, eða gefið hefir verið vilyrði um. Jeg geri ráð fyrir, að þingið muni geta eftir sem áður haft nokkra hönd í bagga um það, í hvaða röð brýr verði bygðar, þar sem óskir þingmanna í þeim efnum geta komið glögt fram í sambandi við umræður um það, hve háar fjárhæðir skuli veita til brúagerða.