18.07.1919
Efri deild: 10. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1770 í B-deild Alþingistíðinda. (1629)

63. mál, bæjarstjórn á Seyðisfirði

Flm. (Jóhannes Jóhannesson):

Eins og tekið er fram í greinargerðinni, er frv. þetta samið af bæjarstjórn Seyðisfjarðar og borið fram eftir ósk hennar. Bæjarstjórnarlög Seyðisfjarðar eru orðin gömul, og er því ekki furða, þótt þurfi að breyta þeim. Jeg mun síðar minnast á, hverjar breytingar eru gerðar, en legg nú eingöngu til, að málinu verði vísað til allsherjarnefndar.