06.08.1919
Efri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1771 í B-deild Alþingistíðinda. (1631)

63. mál, bæjarstjórn á Seyðisfirði

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg get að mestu leyti látið mjer nægja að vísa til nál. Brtt. allsherjarnefndar eru engar verulegar; tvær síðustu brtt. eru að eins leiðrjettingar á prentvillum, og 6.–8. brtt. eru orðabreytingar.

Um hinar brtt. er það að segja, að 1. brtt. er gerð grein fyrir í nál. Um 2. brtt. skal þess getið, að nefndinni þótti rjettara að gera ráð fyrir því, að komið gæti svo, að bæjarstjóri yrði kosinn til þess að hafa á hendi forstöðu bæjarstjórnar í stað bæjarfógeta, og væri því rjett, að hann ætti sæti í kjörstjórn. 3. brtt. setur kosningargerð fyrir kosning, með því að það er víðtækara, tekur einnig til undirbúnings kosningar, svo að af brtt. leiðir, að einnig yfir undirbúningnum má kæra. Sama er að segja um 4. brtt.; ágreiningsatriði er víðtækara en ágreiningsákvæði; í ágreiningsatriði felst það, að ekki að eins skal bókað, að maður hafi verið ósamþykkur, heldur og af hverjum ástæðum. 5. brtt. er sett af því, að ekki er nauðsynlegt, að þar nefnd atvinnubrögð fari saman til þess að hlutaðeigandi verði gjaldskyldur.

9. brtt. er að eins til skýringar.

Vænti jeg, að hv. deild samþykki brtt. nefndarinnar og síðan frv. í heild sinni.