23.08.1919
Neðri deild: 43. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1780 í B-deild Alþingistíðinda. (1655)

126. mál, löggiltar reglugerðir um eyðing refa o. fl.

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Brtt. á þgskj. 458 eru samdar eftir bendingum ýmsra mætra deildarmanna.

Fyrri till. er viðbót við ákvæði núgildandi laga og nær út yfir ýmsar undantekningar, er þörf þykir á, í hinum einstöku hjeruðum landsins.

Síðari brtt. er um það, að slept skuli ákvæðinu um, að uppljóstrarmaður eða uppljóstrarmenn skuli hljóta alt að helmingi sektarfjárins.

Þetta þykja ef til vill ekki mikilsverðar breytingar, en nefndin hyggur, að þær sjeu þó heldur til bóta.

Fleira þarf jeg ekki að segja um brtt. þessar og vænti, að hv. deild samþykki þær.