03.09.1919
Neðri deild: 54. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1810 í B-deild Alþingistíðinda. (1734)

107. mál, ákvörðun verslunarlóðarinnar í Hafnarfjarðarkaupstað

Björn Kristjánsson:

Þetta frv. var borið upp í hv. Ed., eftir beiðni bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði, og var samþykt þar viðstöðulaust með dálítilli orðabreytingu. Í Hafnarfirði hefir verslunarlóðin aldrei verið ákveðin með lögum. En eins og gefur að skilja, þá er það nauðsynlegt hverjum kaupstað, að svo sje, svo hægt sje að setja takmörk fyrir því, hvar byggja megi verslunarhús. — Jeg vænti þess að frv. þetta sæti ekki mótmælum hjer í hv. deila. Það var í nefnd í hv. Ed., og geri jeg því ráð fyrir, að ekki þurfi að setja það í nefnd hjer, heldur geti það gengið hindrunarlaust áfram.