31.07.1919
Neðri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1830 í B-deild Alþingistíðinda. (1771)

62. mál, skoðun á síld

Frsm. (Matthías Ólafsson):

Jeg vildi að eins gera þá athugasemd við orð háttv. þm. Borgf. (P. O.), að þegar lokið er söltun, er einnig lokið atvinnu matsmanna. Þeir hafa ekkert fast kaup úr því. Það gæti því vel komið fyrir ef matsmaður veiktist eftir söltunartíma, að matsmannslaust yrði. En það liggur í hlutarins eðli, að ekki er hægt að skipa nýjan mann, nema greiða honum kaup.

Þess vegna held jeg, að rjett sje að halda ákvæði þessu.