29.08.1919
Neðri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1852 í B-deild Alþingistíðinda. (1821)

134. mál, húsaskattur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg vil taka það fram gagnvart brtt. á þgskj. 547 að þar er dálítið óákveðið að orði komist „og notuð eru til íbúðar“. Það eru sem sje mörg hús, sem bæði er búið og verslað í og til hvaða flokks teljast þau?

Háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) gat þess að skatturinn hækkaði um leið og virðingin, en jeg held að þó svo sje, þá fái eigendurnir meira út á húsið í veðdeild og bönkum heldur en áður (B. K.: Þeir fá ekki meira). Jú, þegar um ný hús er að ræða. Og eins og háttv. þm. mun kunnugt, eru veðskuldir dregnar frá áður en skattur er ákveðinn. Annars greiðist húsaskatturinn heldur illa og kemur það af því, að menn aflýsa ekki greiddum veðskuldum af húsum, og væri því mikið spursmál, hvort ekki væri rjett að ákveða skattinn án tillits til veðskulda. Þar sem ákveðið er í till., að hús skuli laus undan skatthækkuninni, sem virt hafi verið eftir 1. jan. 1916, þá finst mjer vera farið nokkuð langt aftur í tímann, því eignir hafa mest hækkað í verði einmitt eftir þann tíma.