10.09.1919
Efri deild: 53. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1883 í B-deild Alþingistíðinda. (1860)

134. mál, húsaskattur

Forseti:

Þar sem ágreiningur hefir risið um, hvort rjett sje að fresta atkvæðagreiðslunni eður eigi, tel jeg rjettast að bera það undir hv. deildarmenn.

Till. þm. Ísaf. (M. T.) um að fresta atkvgr. um málið feld með 8:6 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: K. E., K. D., M. K., M. T., G. G., G. B.

nei: G. Ó., H. St., H. Sn., Jóh. Jóh., S. E., S. J., S. F., E. P.