29.08.1919
Neðri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1884 í B-deild Alþingistíðinda. (1864)

136. mál, vitagjald

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg skal geta þess, að árið 1912 var vitagjaldið 55 þús. kr., 1913: 60 þús., 1914: 62 þús., 1915: 48 þús., 1916: 44 þús., 1917: 22 þús. og 1918: 33 þús. kr.

Hins vegar má benda á það, að í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar er gert ráð fyrir, að 278 þús. verði varið til vitamála. Þar af 172 til þess að reisa nýja vita, og um 100 þús. fara því til vitarekstrar. Það er því full þörf á að auka tekjurnar af vitunum, eigi síst vegna þess, að gert er ráð fyrir, að varið verði meira fje til vitabygginga en stjórnin hafði talið nauðsynlegt. Og þjóð, sem ætlar sjer að verða siglingaþjóð, verður að hafa vitakerfi sitt í sem bestu lagi. En á það vantar mikið hjá oss.

Jeg vona því, að hv. deild taki frv. vel, því að aðalmark þess er, eins og hv. frsm. (S. S.) tók fram, að bæta úr vitaþörfinni.