25.08.1919
Efri deild: 39. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1892 í B-deild Alþingistíðinda. (1891)

98. mál, akfærir sýslu- og hreppavegir

Frsm. (Guðjón Guðlaugsson):

Málið er fullrætt í samvinnunefnd deildanna og þarf því ekki að ganga til nefndar hjer. Skal jeg leyfa mjer að mæla hið besta með frv., sem gengur í rjetta átt, sem sje þá, að fá menn til þess að leggja sem mest á sig sjálfa og hjálpa þeim svo, sem hjálpa sjer sjálfir. Þetta er aðalmergur frv.

Í frumvarpi þessu kemur og fram heimild til þess að nota nýjan gjaldstofn, eins og er í öðru frv. hjer á þinginu, og er það vel til fallið, því að sá gjaldstofn sem nú er, er ekki heppilegur.