27.08.1919
Efri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1893 í B-deild Alþingistíðinda. (1894)

98. mál, akfærir sýslu- og hreppavegir

Guðmundur Ólafsson:

Jeg vil að eins gera stutta athugasemd til athugunar fyrir nefndina og háttv. deild.

Það er ætlast til, að gjaldið verði lagt á jarðar- og lausafjárhundruð? Þetta þykir mjer varla nægja. Jarðir þær, er næst veginum liggja, hafa mest not af honum, og svo mismunandi eftir afstöðu þeirra til hans. Mjer finst, að aðstaða jarðanna til notkunar vegarins ætti að vera tekin eitthvað til greina, er gjaldið er ákveðið. Þetta atriði er þess vert, að það væri athugað nánar. og væri þá rjettast að taka málið út af dagskrá, svo að nefndinni gefist kostur á því.