03.09.1919
Efri deild: 47. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1896 í B-deild Alþingistíðinda. (1907)

142. mál, fulltrúar bæjarfógeta

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Mál þetta er flutt af samvinnunefnd allsherjarnefnda, og eru ástæður til þess greinilega færðar í greinargerð þeirri, er fylgir frv.; er því engin ástæða til að endurtaka þær. Jeg vil þó geta þess, að jeg hefi átt tal um þetta við hæstv. stjórn, og var hún fremur með frv., og eins hefi jeg átt tal við lögreglustjóra Reykjavíkur um það, og var hann því samþykkur. Jeg vænti því, að frv. þetta sæti engum mótblæstri, en fái óátalið að ganga gegnum þingið.