20.08.1919
Efri deild: 35. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1913 í B-deild Alþingistíðinda. (1940)

68. mál, gjald af innlendri vindlagerð og tilbúningi á konfekti og brjóstsykri

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg þarf í rauninni ekki annað en vísa til nál. á þgskj. 389. Þar er lagt til að gerðar sjeu tvær smávægilegar orðabreytingar, ríkissjóður í stað landssjóður.

Um 4. gr. skal jeg láta þess getið, að nefndin skilur ákvæði hennar um það, að vörugerðarmaður megi ekki selja fyrir minna en 25 kr. í einu, svo, að það taki til þeirra, sem borgarabrjef hafa til verslunar.

Það kom til tals í nefndinni að leggja toll á sódavatn og öl, en ekki varð það ofan á, enda mun bæði mjer og öðrum þykja tollarnir orðnir helsti margir og ekki aukandi, nema brýn þörf sje til.