25.09.1919
Neðri deild: 73. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 544 í B-deild Alþingistíðinda. (195)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Bjarni Jónsson:

Mjer sýnist tillaga hv. þm. S.-Þ. (P. J.) vera mjög góð. Jeg tel það rjett, að stjórnin ráði þessu, í samráði við E. Nielsen framkvæmdarstjóra, sem manna best mun fær um að meta þörf hvers staðar fyrir sig. Jeg tel sjálfsagt, að bæta við þessum 25 þús. kr., en vil skjóta því að mönnum, hvort sú uppbót muni ekki of lítil. Helst þyrfti að fá annan bát, auk Sterlings, og býst jeg við, að það yrði gróði. En þó jeg líti þannig á mun jeg þó sætta mig við þessa tilhögun.

Jeg stóð hjer upp til að lýsa minni skoðun á þessu máli, og eins til að sýna, að við hv. þm. S.-Þ. (P. J.) getum verið á sama máli, ef hann ber fram það sem skynsamlegt er.