27.08.1919
Efri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1922 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

68. mál, gjald af innlendri vindlagerð og tilbúningi á konfekti og brjóstsykri

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg get ekki sagt, að jeg hafi náð í verulegan fag mann, sem gaf þær upplýsingar, að ekki myndi þurfa meira en 2/3 úr pundi af tóbaksblöðum í pund af vindlum, er kæmi til af því, að í þá væru notuð ýms önnur efni, t. d. sósur. (G. B.: Ekki vindla). Jæja, jeg legg ekki svo mikið upp úr þessu, þar sem engar horfur eru á, að hjer rísi upp innlend vindlagerð. Er ekki hundrað í hættunni, þó brtt. verði samþykt um lækkun á innlendum vindlatolli, því altaf má hækka hann, ef hann þykir of lágr.

Hitt skiftir meira máli, hver endalok brtt. um brjóstsykurstollinn fær. — Hygg jeg, að svo mikið græðist á framleiðslu brjóstsykur, að óhætt sje að hafa tollinn svo sem frv. tiltekur.

Hygg jeg, að málið myndi fá best endalok með því, að a.-liður brtt. verði samþ., en b.-liður feldur.