27.08.1919
Efri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1924 í B-deild Alþingistíðinda. (1958)

68. mál, gjald af innlendri vindlagerð og tilbúningi á konfekti og brjóstsykri

Fjármálaráðherra (S. E.):

Þó að brtt. 4. landsk. þm. (G. G.) verði samþykt skapast samt engin vernd fyrir innlendar vörur. Kostnaðurinn er svo mikill við framleiðsluna, að það hefir sýnt sig, að hún borgar sig ekki.

Hv. þm. Ísaf. (M. T.) var að tala um útrýmingartoll. Á því er ekkert mark takandi. Slík orð eru töluð til að dekra fyrir kjósendum, og verður að fyrirgefa, þegar kosningar eru svo nærri.