06.09.1919
Neðri deild: 57. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1934 í B-deild Alþingistíðinda. (1978)

49. mál, sérstakt læknishérað í Hólshreppi

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Flm. (S. St.) gat þess, að mál þetta hefði verið lengi á leiðinni. Það er rjett. En það er langt síðan að málið fór frá nefndinni, og það er ekki henni að kenna, þó að dregist hafi að taka það á dagskrá.

Annars vil jeg benda hv. flm. (S. St.) á það, að ef frv. verður samþykt, þarf að taka ákvæði um laun hjeraðslæknisins upp í launalögin, áður en þau verða afgreidd frá þinginu.