08.07.1919
Neðri deild: 5. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Fjármálaráðherra (S. E.):

Á sumarþinginu í júlí síðastl. skýrði jeg í stórum dráttum frá fjárhag landsins. Jeg gerði þar grein fyrir fjárhagstímabilinu 1916–1917. Landsreikningarnir 1916 og 1917 eru nú báðir fullgerðir. — Niðurstaðan af fjárhagstímabilinu er eftir reikningunum mjög lík þeirri niðurstöðu, sem jeg komst að. Eftir bráðabirgðauppgerðinni var niðurstaðan af árinu 1917 60 þúsund krónum lakari en sú raunverulega. Jeg taldi hallann af árinu 1917 kr. 1,940,109.61, en eftir landsreikningunum 1917 er sá eiginlegi tekjuhalli orðinn kr. 1,873,542.22. Mismunurinn kr. 66,567.39. í landsreikningunum er að vísu talinn tekjuafgangur á árinu, en það stafar af því, að lán, sem tekin voru á árinu, kr. 11,282,533.35, eru þar tekjumegin á reikningnum, en útgjaldamegin kr. 8,624,145.62, er landssjóður hefir lánað til landsverslunarinnar og skipanna. Ef þessum upphæðum er haldið fyrir utan landsreikninginn, þá kemur sá eiginlegi tekjuhalli fram, kr. 1,873,542.22.

Þar sem niðurstaðan er svo lík því, sem jeg gerði ráð fyrir, sje jeg ekki ástæðu til að gera af nýju grein fyrir fjárhagstímabilinu 1916–1917, en læt mjer nægja að vísa til landsreikninganna, sem bráðlega verður útbýtt meðal þingmanna. Aftur vil jeg nú leyfa mjer að skýra frá árinu 1918, og legg þá til grundvallar bráðabirgðayfirlit yfir það ár, sem stjórnarráðið hefir samið, en yfirlit þetta getur auðvitað breyst nokkuð þó varla muni miklu.

Bráðabirgðayfirlitið er þannig:

Tekjur:

Fjárlög

2. gr. 1. Ábúðar- og lausafjárskattur kr. 124,448.95

2. Húsaskattur — 21,439.75

3. Tekjuskattur — 170,273.10

4. Aukatekjur — 81,373.72

5. Erfðafjárskattur — 11,179.34

6. Vitagjald — 32,176.36

7. Leyfisbrjefagjöld — 11,217.76

8. Gjald af kínalífselixír — 10,126.68

9. Útflutningsgjöld — 52,355.61

10. Áfengistollur — 72,372.48

11. Tóbakstollur — 309,864.21

12. Kaffi- og sykurtollur — 334,282.29

13. Vörutollur — 303,460.82

14. Annað aðflutningsgjald — 80,178.84

15. Pósttekjur — 167,422.98

16. Símatekjur — 685,338.40

17. Tekjur af Íslandsbanka — 66,234.56

18. Tekjur af Landsbankanum — 52,102.06

19. Óvissar tekjur — 56,764.83

20. Stimpilgjald — 253,059.73

kr. 2,895,672.47

3. gr. 1. Eftirgjald eftir jarðeignir landssjóðs .. kr. 32,955.93

2. Tekjur af kirkjum — “ “

3. Tekjur af silfurbergsnámunni í Helgustaðafjalli — “ “

4. Tekjur af Ræktunarsjóði Íslands .... — “ “

4. gr. 1. Leigur af innstæðufje Viðlagasjóðs .. kr. 48,957.60

2. Leigur af innritunarskírt. landssjóðs — 11,663.86

3. Leigur af bankavaxtabrjefum 1. og 2. deildar — 4,950.00

4. Leigur af bankavaxtabrjefum keypt samkv. lögum nr. 14, 9. júlí 1909 .... — 43,885.40

5. Útdregin bankavaxtabrjef 3. flokks .. — 39,200.00

6. Vextir af innstæðu í bönkum — 39,632.23

— 188,289.09

5. gr. 1. Það, sem greitt er frá prestaköllum samkv. lögum kr. 1,528.05

2. Endurgreidd skyndilán — 806.32

3. Endurgreiddar aðrar fyrirframgr — 11,697.01

— 14,031.38

6. gr. Greiðsla úr ríkissjóði Danmerkur — 55,000.00

Vextir: a. Af skuld landsversl kr. 467,687.40

b. Af skuld landssjóðsskipanna — 213,992.83

e. Af bráðabirgðalánum .... — 264.50

— kr. 681,944.73

Lán tekin á árinu (þar í háskólasjóður) — 4,085,000.00

Mismunur — 2,299,999.91

Kr. 10,252,893.51

Gjöld :

8. gr. Greiðslur af lánum landssjóðs:

a. Vextir kr. 696,648.96

b. Afborganir — 649,740.29

kr. 1,346,389.25

9. gr. A. Til æðstu stjórnar landsins kr. 116,726,64

B. Hagstofa Íslands — 18,239.76

— 134,966.40

10. gr. Kostnaður við Alþingi og yfirskoðun landsreikninganna —183,073.00

11. gr. A. Dómgæsla og lögreglustjórn kr. 96,532.44

B. Ýmisleg útgjöld — 232,682.72

— 329,215.16

12. gr. Útgjöld við læknaskipunina — 514,554.33

13. gr. A. Póstmál kr. 185,321.14

B. Vegamál — 446,633.27

C. Samgöngur á sjó — 174,072.12

D. Símamál — 477,060.54

E. Vitamál — 126,566.79

— 1,409,653.86

14. gr. A. Andlega stjettin kr. 56,779.65

B. Kenslumál — 366,413.00

– — 423,192.65

15. gr. Vísindi, bókmentir og listir — 137,491.27

16. gr. Verkleg fyrirtæki — 256,084.28

17. gr. Skyndilán og lögboðnar fyrirframgreiðslur — 9,240.20

18. gr. Eftirlaun og styrktarfje — 121,885.71

19. gr. Óviss útgjöld — 224,676.08

22. gr. Fjárgreiðslur samkv. lögum, fjáraukalögum og þingsályktunum

– 5,162,471.32*

kr. 10,252,893.51

*) Í þessari upphæð er innifalið:

Framlög til landsverslunarinnar á árinu kr. 3.443,474,75

Framlög til landssjóðsskipanna kr. 235,566.53

Ýms dýrtíðarlán á árinu — 184,000.00

kr. 3,863,041.28

Jeg vil leyfa mjer að minna á, að jeg á sumarþinginu í júlímánuði síðastl. gerði ráð fyrir því, að allmikill tekjuhalli mundi verða á árinu 1918, og nefndi hjer um bil 2. milj. eða meira. Sú spá hefir því ver og miður ræst, og hefir tekjuhallinn orðið eftir bráðabirgðayfirlitinu hjer um bil kr. 2,500,000 eða rúmar 2 miljónir fram yfir hinn áætlaða tekjuhalla fjárlaganna, ef honum er skift líkt á bæði árin. Tekjur samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu eru kr. 3,867,893.60

Samkvæmt fjárlögunum 1918–19 —2,341,425.00

Mismunur kr.1,526,488.60

Þar frá má draga vexti af skuld landsverslunar og skipa o. fl —681,944.73

Mismunur kr. 844,523.87

sem tekjurnar eru meiri en þær voru áætlaðar, og eru í þessari upphæð faldar kr. 253,059.73 tekjuauki af stimpilgjaldi, sem ekki var áætlaður. Aðallega eru það símatekjurnar, um 360 þús., og tekjuskattur, 100 þús., sem hafa farið verulega yfir áætlun, en undir áætlun er aðallega útflutningsgjald, ca. 100 þús., og kaffi- og sykurtollur, yfir 100 þús. kr.

Hin eiginlegu útgjöld (liðirnir undir athugas. 1 eru þó ekki taldir með) samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu nema ... kr. 6,389,853.23

Samkvæmt fjárlögunum 1918– 19. — 2,875,849.11

Mismunur kr. 3,514,004.12

Þessir gjaldaliðir hafa aðallega farið fram úr áætlun:

1. Vextir og afborganir af lánum hjer um bil kr. 100,000.00

En upp í þá upphæð koma frá landsverslun og skipum samkvæmt tekjuhliðinni hjer um bil 680 þús. kr.

2. Samgöngumál hjer um bil — 600,000.00

3. Kostnaður við Alþingi hjer um bil — 120,000.00

þegar alþingiskostnaði er jafnað á bæði árin.

4. Útgjöld við læknaskipunina, aðallega eldiviður og ýms kostnaður við sjúkrahúsin, hjer um bil — 200,000.00

5. Dómgæsla og lögreglustjórn, þar í fasteignamatskostnaður og símskeytagjald, hjer um bil — 150,000.00

6. Óviss útgjöld — 180,000.00

Í þessari upphæð t. d. utanför samninganefndarinnar til Bretl.

7. Útgjöld, sem ekki voru áætluð, hjer um bil — 1,200,000.00

en þar í er meðal annars fólgin:

a. Dýrtíðaruppbót embættismanna h. u. b kr. 500,000

b. Útgjöld samkvæmt væntanlegum fjáraukalögum kr. 200,000

c. Samkvæmt þingsályktunum — 100,000

d. Samkv. lögum um dýrtíðarhjálp ca — 170.000

e. Endurgreiðsla af ritsímaláninu — 145.000

Þessi niðurstaða af árinu 1918 kemur engum óvart, því bæði stjórnin og fjárhagsnefnd vöktu eftirtekt hins háa Alþingis á því að mikill tekjuhalli mundi verða á árinu. En hitt er nú eðlilegt þegar tekjuhallinn hefur orðið eins og hjer segir að lítið sje með athygli til næsta árs og komandi ára.

En mjög erfitt er nú að spá, hvernig niðurstaðan af árinu 1919 muni verða. Að útgjöldin muni verða mikil er vafalaust, en hins vegar má búast við allmiklum tekjum. Tekjuskatturinn mun reynast drjúgur og sömuleiðis stimpilgjaldið. Auk þess má búast við hærra útflutningsgjaldi en á síðasta ári og ef tekjufrumvörp þau, sem stjórnin leggur fyrir þingið yrðu afgreidd fljótlega, þá mundi niðurstaðan af næsta ári verða mun betri. Enn má geta þess, að ef aðflutningur verður nokkur á tunnum í sumar, þá kemur þar tekjuauki, sem munar um. En sá skattur var meðfram ætlaður til þess að jafna upp væntanlegan halla á árinu 1919. Þá má ef til vill búast við allmiklum aðflutningi á tóbaki þegar á árið líður. Stjórnin mun reyna þegar á þingið líður að gera sjer í hugarlund, hvernig árið muni verða, en nú þegar svo skamt er af því liðið, er ekki hægt að fara með annað en ágiskanir, en væntanlega verður töluverður halli á árinu, þó niðurstaðan verði vonandi betri en af árinu sem leið.

Að því er næsta fjárhagstímabil snertir, árin 1920 og 1921, ber fjárlagafrumvarp stjórnarinnar með sjer, að tekjuhallinn er kr. 347,910.02, en samkvæmt fjáraukalögunum 1918 og 1919 er hallinn kr. 653,462.42, en nú er búið að greiða af þeirri upphæð á árinu 1918 h. u. b. kr. 423,000.00, sem komnar eru fram í tekjuhallanum á því ári. Hinn ógreiddi halli nemur þá h. u. b. kr. 230,000.00.

Tekjuhlið fjárlaganna hygg jeg sje mjög varlega áætluð, og býst jeg því við, að ef fjárlögin færu út úr þinginu eins og þau eru nú úr garði gerð, þá mundi enginn halli verða á þeim. En nú er það með öllu víst, að sá halli verður miklum mun stærri, því í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar standa launaupphæðir opinberra starfsmanna landsins með sömu upphæðum og áður, en enginn vafi á því, að þau útgjöld verða hækkuð að miklum mun, ef tekið verður rjettilega tillit til sanngjarnrar kröfu embættismanna landsins. Stjórnin hefir því meðfram vegna þessara fyrirsjáanlegu auknu útgjalda, og einnig vegna þess, að jafnan eru mikil útgjöld samkvæmt sjerstökum lögum, borið fram tekjuaukafrumvörp, sem nema 750 þúsund krónum. Í raun og veru eru þessir skattar ekki nógu háir, og hins vegar er með öllu víst, að ef þingið vill leggja fje til aukinna framkvæmda í fjárlögum, þá verður jafnframt að útvega tekjuauka, sem samsvarar tekjuhallanum af þeim, en að þessu mun jeg víkja nokkuð síðar.

Þegar jeg mintist á árið 1918, talaði jeg að eins um þær eiginlegu tekjur ársins, en eins og yfirlitið ber með sjer, þá hafa verið tekin lán á árinu, sem nema kr. 4,085,000.00, en þá upphæð greini jeg í lánunum hjer að neðan. Útgjaldamegin eru og færðar í yfirlitinu til

landsverslunar kr. 3,443,474.75

og til skipanna — 235.566.33

og dýrtíðarlán — 184,000.00

Þessar upphæðir samtals kr. 3,863,041.28

hefi jeg ekki talið með hinum eiginlegu útgjöldum ársins, enda koma þær fram í reikningum landsverslunar og skipa og eru afturkræfar, og sama er að segja um dýrtíðarlánin.

Öll lán landssjóðs eru nú að eftirstöðvum um áramótin eins og hjer segir:

1. Lán úr ríkissjóði Danmerkur, tekið 1908 til 15 ára, til símalagn

inga, með 4% vöxtum, upphaflega 500 þús. kr. Eftirstöðvar .. kr. 199,999.97

2. Lán tekið 1909 hjá dönskum bönkum, til 30 ára, til kaupa á 3.

flokks bankavaxtabrjefum Landsbankans, með 4½% vöxtum,

upprunalega þó miljón. Eftirstöðvar — 1,025,000.00

3. Lán hjá lífsábyrgðarstofnuninni í Kaupmannahöfn, tekið 1912,

til 30 ára, til kaupa á 3. flokks bankavaxtabrjefum Landsbankans,

með 4½% vöxtum. Upphaflega kr. 250,000.64. Eftirstöðvar — 204,166.64

4. Lán hjá dönskum bönkum, tekið 1912, til 15 ára, vegna sjerstakra

útgjalda (Reykjavíkurhöfn o. fl.), með 4½% vöxtum.

Upphaflega 500,000 kr. Eftirstöðvar — 300,000.00

5. Ritsímalán 1913, tekið til 30 ára, með 4½% vöxtum, hjá Stóra

norræna ritsímafjel. Upphaflega 500,000 kr. Eftirstöðvar .... — 455,501.44

6. Ritsímalán hjá Landsbankanum til 25 ára, með 6% vöxtum.

Upphaflega 100,000 kr. Eftirstöðvar — 88,600.00

7. Ritsímalán hjá Stóra norræna ritsímafjel., 28. mars 1917, til 30 ára,

með 5% vöxtum, innborgað með 99%. Upphaflega 500,000

kr. Eftirstöðvar — 488,691.94

8. Lán hjá Handelsbanken, til 10 ára í lengsta lagi með veði í skipum landssjóðs, ,,Willemoes“, ,,Sterling“ og ,,Borg“ tekið 21. ágúst 1917; vextir greiðast eftir á tvisvar á ári, ½% hærri en forvextir danska Þjóðbankans. Upphaflega 2 milj. Eftirstöðvar . . — 1,800.000.00

9. Lán hjá dönskum bönkum, tekið 23. nóv. 1917, til 2 ára, innborgað með 98%, vextir 5%, greiðist fyrir hvert misseri eftir á — 6,000,000.00

10. Lán hjá innlendum botnvörpungaeigendum. Upphaflega kr. 2,782,533.35, tekið 1. okt. 1917, með 5% vöxtum árlega eftir á.

Eftirstöðvar — 2,482,533.35

11. Lán hjá Íslandsbanka, tekið 2. jan. 1918, til 2 ára, innborgað með

98%, vextir 5%, greiðist fyrir hvert misseri eftir á. Upphaflega

kr. 1,000,000. Eftirstöðvar kr. 1.000,000.00

12. Lán hjá Íslandsbanka, tekið 18. mars 1918, með útlánsvöxtum.

til 9 ára. Upphaflega kr. 1,000,000. Eftirstöðvar — 1,000,000.00

13. Lán hjá Landsbankanum, tekið 17. jan 1918 til tveggja ára,

innborgað með 98%, vextir 5%, greiðist fyrir hvert misseri eftir

á. Upphaflega 500,000 kr. Eftirstöðvar — 500,000.00

14. Lán til ritsíma hjá Landsbankanum, tekið 20. jan. 1918, til 25

ára, vextir 6%, greiðist árlega eftir á. Upphaflega kr. 85,000.

Eftirstöðvar — 85,000.00

15. Víxill í Íslandsbanka — 500,000.00

16. Skuld við ríkissjóð Danmerkur — 2,500,000.00

17. Lán hjá Háskóla Íslands, tekið 1. jan. 1919, óuppsegjanlegt í 20

ár, vextir 5%, greiðist eftir á fyrir hvert misseri — 1,000,000.00

Samtals 31. des. 1918 kr. 19,629.493.34

Það er allerfitt að segja hvað skuldirnar muni reynast miklar þegar jafnvægi er komið á fjárhaginn og búið er að gera upp fyrirtæki landssjóðs, en í þeim hvíla allmiklar upphæðir. Í landsversluninni á landssjóður nú hjer um bil kr.9.100.000.00

Bókfært verð skipa er .. —3,083.038.00

Dýrtíðarlán landssjóðs, önnur en nefnd eru í bráðabirgðayfir-

litinu, eru — 100,000.00

Í sjóði 31. des. 1918, samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu —1.866,764.00

Þessar upphæðir nema samtals hjer um bil kr. 14,200.000.00

Þegar sú upphæð er dregin frá lánunum. verða eftir h. u. b — 5,400.000.00

Eftirstöðvar gömlu lánanna nema hjer um bil — 2,100.000.00

Nýjar skuldir nema þá hjer um bil kr. 3.300,000.00

Ef ágóði landsverslunarinnar, sem samkvæmt reikningi landsverslunarinnar er talinn 1,300.000 kr., væri dreginn frá, þá nema skuldirnar um 2 miljónir.

Svo jeg nefni nú fyrst seinasta liðinn, ágóða landsverslunarinnar, þá má, eins og nú standa sakir, ekki gera ráð fyrir, að hann komi í landssjóðinn. því á þessu ári er orðið mjög mikið verðfall á kolum sjerstaklega og einnig á salti. Hallinn á kolunum nemur að minsta kosti 1,500.000 krónum, og getur orðið meiri, og eins er víst, að halli getur orðið töluverður á saltinu. Landsstjórnin hefir nú þegar gert ráðstafanir til þess að takmarka tjónið af kolunum og var í því skyni tekin einkasala á kolum.

Mín sannfæring er, að alt það tap, sem verður á þessum vörum, eigi að vinnast upp á þeim aftur, og það fje, sem í bili tapast á þeim vörum, verður að skoða sem lán, sem veitt er þeim, sem án varanna gátu ekki verið á ófriðartímunum. En það er kunnugt, að ef landsstjórnin hefði ekki birgt landið með þessum vörum, þá hefðum vjer orðið að vera án þeirra. því ekki var vonlegt, að kaupmenn eða kaupfjelög treystust til að taka á sig þann halla, sem leiðir af þessari verslun. Hitt er aftur álitamál, hvaða leiðir skulu farnar til þess að ná þessu fje inn aftur, hvort heldur tollaleiðin eða einkasöluleiðin eða báðar, en aðalatriðið er það, að þessu fje verður að ná inn aftur; annars yrði of mikið tómahljóð í ríkissjóðnum. Ef hið háa Alþingi, eins og jeg geri fastlega ráð fyrir, setur sjer það mark að ná þessum halla inn aftur, þá er enginn vafi á því, að landssjóður undir öllum kringumstæðum nær nú lánum sínum hjá landsversluninni, því gróðinn, sem jeg gat um áðan, ætti þó altaf að geta mætt öðrum halla, sem kynni að verða á versluninni og ekki vonlaust um, að eitthvað af honum kynni að renna í landssjóðinn. Jeg þori ekki að fullyrða neitt um það, hvort landssjóður muni hafa hið bókfærða verð upp úr skipunum. Ef selja ætti þau nú, þá mætti víst telja vafasamt, að þetta verð fengist upp úr þeim að fullu, en hins vegar mundi mega ætla, að á næstu árum mætti græða svo á skipunum, að fje það, sem í þau hefur verið lagt, næðist, en það er nokkru meira en hið bókfærða verð, líklega 200 þúsund krónum meira, þegar gróðinn á skipunum hefir verið dreginn frá. Þau aðalboðorð, sem þingið nú verður að fylgja í fjármálunum, virðast mjer vera þessi:

1. að ná nú því öllu, sem tapast á kolum og salti landsverslunarinnar, með tollum eða einkasölu.

2. að selja vörur landsverslunarinnar eins fljótt og við verður komið, án þess að skaða verslunina með of miklum hraða á sölunni.

3. að hraða tekjuaukafrumvörpum stjórnarinnar gegnum þingið eins fljótt og unt er, til þess að bæta með því úr væntanlegum tekjuhalla af árinu 1919.

4. að tryggja það, að á móti væntanlegum tekjuhalla 1920 og 1921 komi tekjuaukar svo miklir, að enginn halli verði á þessum árum.

Ef þingið fer þessa leið, þá ber jeg engan kvíðboga fyrir fjárhagnum, en ef þingið hins vegar ætlar sjer með lánum að greiða tekjuhalla á 1920 og 1921, þá fer það gálauslega að ráði sínu, og þá fara horfurnar að verða svartar. Skuldir vorar nýjar mega ekki verða meiri en þær, sem nú eru fyrirsjáanlegar, að viðbættum tekjuhalla á árinu 1919. Ef þess er gætt, að árin, sem fram undan eru, beri sig, þá þurfum vjer engu að kvíða, eins og jeg tók fram áðan, og því til sönnunar vil jeg vísa í eftirfarandi skýrslu um eignir og skuldir ríkisins 31. des. 1917, sem fjármálaskrifstofan hefir samið:

I. Eignir:

1. Í sjóði samkvæmt landsreikningi kr. 1,675,933.60

2. Sjóðir:

a. Viðlagasjóður kr. 1,730,045.04

b. Söfnunarsjóður — 39,922.70

c. Ræktunarsjóður — 771,260.21

d. Kirkjujarðasjóður — 815,430.30

e. Hinn almenni kirkjusjóður — 174,538.59

f. Fiskiveiðasjóður — 360,545.72

g. Landhelgissjóður — 113,232.37

h. Bjargráðasjóður — 91,401.73

i. Varasjóður Landsbankans — 1,608,704.35

j. Varasjóður veðdeildar Landsbankans .... — 316,118.31 6,021,199.32

3. Verðbrjef :

a. Bankavaxtabrjef kr. 985,300.00

b. Innskotsfje í Landsbankanum — 400,000.00

e. Hlutabrjef í Eimskipafjelagi Íslands .... — 100,000.00

d. Dýrtíðarlán Reykjavíkur — 100,000.00

— 1,585,300.00

4. Jarðeignir :

a. Þjóðjarðir kr. 750,000.00

b. Kirkjujarðir — 500,000.00

c. Prestssetur landsins með hjáleigum og hlunnindum — 690,773.00

d. Hvanneyri með búi og öllu tilheyrandi — 70,000.00

e. Hólar í Hjaltadal með Hofi og búi — 50,000.00

f. Silfurbergsnámar og önnur námarjettindi .. — 60,000.00

— 2,120,773.00

5. Hús og lóðir:

a. Stjórnarráðshúsið kr. 234,900.00

b. Alþingishúsið — 242,900.00

c. Mentaskólinn með „Íþöku“ — 244,500.00

d. Gagnfræðaskólinn á Akureyri — 60,000.00

e. Kennaraskólinn — 54,100.00

f. Stýrimannaskólinn — 48,900.00

g. Ráðherrabústaðurinn — 56,200.00

h. Landsbókasafnshúsið — 346,000.00

i. Pósthúsið og símastöðin í Reykjavík .... — 278,400.00

j. Landssímastöðin á Akureyri — 25,000.00

k. Loftskeytastöðin í Reykjavík — 38,000.00

1. Landsbankahúsið — 124,200.00

m. Hegningarhús landsins — 120,000.00

n. Húseignin Kirkjustræti 12 — 35,000.00

o. Kirkjur landssjóðs kr. 130,000.00

ó. Sóttvarnarhús í Reykjavík — 31,700.00

p. Vífilsstaðahælið — 436,900.00

q. Kleppshælið með tilheyrandi — 173,900.00

r. Holdsveikraspítalinn — 190,000.00

s. Hús við Geysi — 2,000.00

t. Hús á Þingvöllum — 3,000.00

u. Arnarhólslóð og Nýjabæjarblettur — 1,141,400.00

ú. Áhaldahús landssjóðs — 88,000.00

v. Melkotslóð — 6,700.00

x. Listasafnshús Einars Jónssonar — 34,600.00 kr. 4.146,300.00

6. Vitar o. fl.:

a. Vitar kr. 585,700.00

b. Íbúðarhús vitavarða — 30,500.00

e. Vitajarðir — 6,000.00

d. Sjómerki o. fl — 37,000.00

e. Vitagagnabúrið — 2,000.00

— 661,200.00

7.Símakerfin — 2,455,000.00

8. Skip:

a. Willemoes kr. 1,177,046.04

b. Sterling — 704,202.67

e. Borg — 1,140,719.18 3,021,967.89

9. Innieign í landsversluninni —5,660,659.05

10. Varasjóður landsverslunarinnar — 1,073,381.92

Samtals kr. 28,411,714.78

II. Skuldir:

A. 1. Lán úr ríkissjóði Danmerkur til síma 1908 kr. 233,333.31

2. Lán hjá dönskum bönkum 1909 til bankavaxtabrjefakaupa — 1,075,000.00

3. Lán hjá Statsanstalten 1912 til bankavaxtabrjefakaupa

— 212,499.98

4. Lán hjá dönskum bönkum 1912 (Reykjavíkurhöfn o. fl.)

— 333,333.33

5. Lán til ritsíma 1913, hjá Stóra norræna ritsímafjelaginu

— 465,210.33

6. Lán hjá Landsbankanum 1916 — 96,000.00

7. Lán hjá Stóra norræna ritsímafjel. 1917 — 496,323.33

8. Lán hjá Handelsbanken 1917 til skipakaupa — 2,000,000.00

9. Lán hjá dönskum bönkum til Landsversl. kr. 6,000,000.00

10. Lán hjá íslenskum botnvörpungaeigendum — 2,782,533.35

kr. 13,694,233.63

B. Eignir umfram skuldir, til jafnaðar — 14,717,481.15

Samtals kr. 28,411,714.78

Um skýrslu þessa skal það tekið fram, að liður 4 er tekinn eftir 25-földuðu eftirgjaldinu eftir jarðirnar, liður 5 eftir mati fasteignanefnda, liður 6 eftir reikningi vitamálastjóra og 7 eftir reikningi landssímastjóra. Samskonar skýrslu er ekki lokið fyrir 1918, en ef skuldirnar á 1918 eru dregnar frá lið B, og þó varasjóður verslunarinnar væri ekki tekin til greina, þá væru þó eignir umfram skuldir h. u. b. 11 miljónir króna.

Það var mörgum áhyggjuefni á síðustu þingum, að stjórnin mundi eiga erfitt með lán sín, sem voru til skamms tíma, þegar að skuldadögunum kæmi. Stjórninni varð og ljóst, að hún yrði að gæta varúðar í því efni. Fyrir því ljet stjórnin þegar á síðasta sumri spyrjast fyrir um lánmöguleika erlendis, og nú rjett fyrir þing fór jeg meðal annars utan í þeim efnum. Þegar jeg fór frá Kaupmannahöfn, stóðu sakir svo, að fast tilboð lá fyrir frá dönsku bönkunum, um 4½ miljón kr. lán, sem mátti standa til 20. júní, en von var um lántilboð bæði frá Noregi og Svíþjóð, og hafði jeg verið tvisvar í Kristjaníu í lánaerindum, og er jeg fór frá Kaupmannahöfn, ætlaði mjög reyndur norskur fjármálamaður að reyna að ýta undir norska lánið. En svo fór, þegar á átti að herða, að þó dönsku lánskjörin væru ekki góð, þá var þó vænlegast að taka lánið þar, og er nú því búið að taka lánið. því fresturinn með danska tilboðið fjekst ekki framlengdur þangað til þing kæmi saman, en stjórnin vildi ekki, þar sem peningamarkaðurinn var svo örðugur, hætta á að þurfa að sæta verri kjörum síðar í haust, en enginn veit nema peningamarkaðurinn verði þá enn erfiðari, því eftirspurnin verður þá að sjálfsögðu geysimikil. Geta má þess, að Svíar tóku lán með 6½% vöxtum affallalaust. Lánið er til 20 ára, kurs 91, og vextir 5%. Samtímis því, að lánið var tekið, voru 6 miljónirnar til verslunarinnar (sbr. 9. lið í lánsskýrslunni) borgaðar að fullu. Lán vor, sem í Kaupmannahöfn eru, auk eldri smálánanna, sem eru með afbragðskjörum, eru þá:

1. Handelsbankalánið, 1,800,000 að eftirstöðvum, með veði í skipunum og til lengri tíma.

2. Nýja lánið, sem nú var tekið, 4,500,000 til 20 ára, sem gekk upp í 6 miljóna lánið, sem nefnt er í skýrslunni.

3. Lánið úr ríkissjóðnum danska, sem ætlun vor er að borga upp við fyrsta tækifæri.

Jeg nefni þetta að eins til þess að sýna, að lánum vorum í útlöndum er nú svo fyrir komið, að ekki ætti að verða neinn bagi af þeim, því að eina lánið, sem er til stutts tíma, ríkissjóðslánið, ættum vjer að borga þegar peningar koma úr landsversluninni.

Jeg veit að hinu háttvirta Alþingi er ljóst, að fjárhagur landssjóðs er þýðingarmesta málið, sem þingið á að fjalla um nú. Lengi getur hann búið að því, hvort þingið fer inn á ógætilega braut, eða gætir nú allrar varúðar. Jeg vona, að háttv. þingm. horfi ekki um of á einstök smá atriði fjárhagsins og gleymi fyrir þeim heildinni, sem öllu skiftir að vel sje hlúð að. Góður fjárhagur landsins er ein af traustustu stoðunum undir sjálfstæði voru, og eitt er víst, að í þeim sökum verðum vjer eingöngu að reiða oss á oss sjálfa.