01.09.1919
Efri deild: 45. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1946 í B-deild Alþingistíðinda. (2006)

140. mál, landhelgisvörn

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg þarf ekki að fjölyrða um það, að hjer er um stórt og nauðsynlegt málefni að ræða, sem sje að tryggja jafnmikilsvarðandi atvinnuveg og sjávarútvegurinn er. Vil jeg styðja, að málið fari til 2 umr. og 1. gr frv. verði orðuð á þá leið, að skýrt komi fram í henni hugsun flutningsmannanna, sú er þeir hafa látið í ljósi.

Fyrir mjer vakir, að ef við eigum að taka strandvarnirnar í okkar hendur, að meira eða minna leyti, muni best, að náð verði í fullkomið skip, er fært sje um að elta uppi sökudólgana og fá þá sektaða, svo eitthvað komi í aðra hönd.

Jeg hefi ekki mikla trú á þessum barnaskipum, en þó við neyðumst til að nota þau fyrsta kastið, á þó stefnuskráin að ganga í þá átt, að landhelgin verði sem best varin.