08.09.1919
Neðri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1951 í B-deild Alþingistíðinda. (2019)

140. mál, landhelgisvörn

Frsm. (Matthías Ólafsson):

Frv. þetta hefir komið fram í Ed. og verið samþykt af samvinnunefnd beggja deilda.

Jeg býst ekki við, að jeg þurfi að eyða mörgum orðum að þörfinni á aukningu landvarna. Hjer getur ekki verið um annað að tala en fjárhagsatriðið.

Nefndin er þeirrar skoðunar að aukning landvarna hljóti að auka framleiðslu á fiski að miklum mun. Það er öllum ljóst, að ófriðarárin, þegar erlend fiskiskip voru hjer fá, var afli hjer með langmesta móti.

Það er víst, að þegar útlendingar fara aftur að koma hingað með fiskiskip sín, þá verður aðsóknin ekki að eins eins mikil og áður, heldur meiri. Og verður því enn meiri þörf á góðri landhelgisgæslu. Eftir samningunum við Dani höfum við rjett til að auka landhelgisvarnirnar eftir vild, og enda taka þær alveg í okkar hendur. Hjer er að eins farið fram á að auka vörnina, en ætlast til, að Danir haldi áfram að annast hluta hennar.

Sjávarútvegsnefndir beggja deilda hafa því lagt til, að frv. nái fram að ganga.