08.09.1919
Neðri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (2025)

140. mál, landhelgisvörn

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get ekki annað en getið þess, að mjer finst undarlegt, að hv. þm. Borgf. (P. O.) skuli vera hissa á undirtektum mínum í þessu máli. Því í samtali, sem jeg átti við nefndina, tók jeg fram, að málið væri að vísu mikilsvert, en jeg taldi þó ekki ráðlegt að hrapa að því og skipa því á þessu þingi. Aftur taldi jeg rjett að fá báta til varnar á einstökum fjörðum. Jeg gat og þess, að þetta mál þyrfti meiri undirbúning en svo, að lagafrumvarp gæti gengið fram á þessu þingi.