08.09.1919
Neðri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1965 í B-deild Alþingistíðinda. (2032)

140. mál, landhelgisvörn

Bjarni Jónsson:

Að eins örstutt athugasemd. Það var engin óeinlægni hjá minni hlutanum, því hann vissi vel, að í frv. stóð: „skal kaupa“. En eins og gefur að skilja, hefir stjórnin framkvæmdir í þessu máli, og auðvitað hagar hún sjer í því eftir því, sem skynsemi hennar segir henni. Ef henni því sýnist ráðlegra að leigja en að kaupa, þá gerir hún það, og ef henni virðist rjettara að láta byggja skip heldur en að kaupa það nú, þá gerir hún það. Yfirleitt ætlar enginn að fara að skipa stjórninni að gera einhverja vitleysu, svo að mótbárurnar gegn frv. eru á sandi bygðar, en engu viti.