10.09.1919
Neðri deild: 60. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1973 í B-deild Alþingistíðinda. (2045)

140. mál, landhelgisvörn

Frsm. (Matthías Ólafsson):

Jeg hefði getað sparað mjer að tala, því að hv. þm. Borgf. (P. O.) hefir tekið fram megnið af því, sem jeg vildi sagt hafa.

Jeg hefði viljað segja háttv þm. S.-Þ. (P. J.) það, að þó það hefði orðið ofan á í sjávarútvegsnefnd að bera málið fram í þingsál.-formi, þá hefði það hlotið að koma í sama stað niður. Það hefði verið skorað eindregið á stjórnina að hefjast þegar handa, t. d. með því að leigja skip eða kaupa. Það er alls ekki rjett, að nefndin hafi ekki vitað, hvað hún vildi, og það virðist ekki mundu hafa haft mikla þýðingu, hvor leiðin hefði verið farin.