13.09.1919
Neðri deild: 63. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2008 í B-deild Alþingistíðinda. (2109)

115. mál, hafnargerð í Ólafsvík

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Það er eins um þetta frv. og fyrsta málið á dagskránni, að í nál. á þgskj. 786 er gerð grein fyrir þeim breytingum á frv., sem gerðar hafa verið í hv. Ed. Sjávarútvegsnefnd Nd. hefir fallist á breytingar hv. Ed.

Fyrir nauðsyninni á þessu fyrirtæki er gerð skýr grein í nál., og hversu mikilsvert það sje fyrir sjávarútveginn kringum Snæfellsnes, að þessi hafnarbót komist í framkvæmd.

Jeg vil geta þess, að nefndin vill bæta inn í frv. því sjálfsagða tryggingarákvæði, að yfirumsjón með verkinu og reikningshald sje falin manni, sem stjórnarráðið samþykkir. Þetta telur nefndin vera nauðsynlegt, þar sem í ráði er að verja miklum fjárupphæðum í hafnarbætur. Hún vill því mæla með því, að frv. verði samþykt með þessari breytingu.