06.09.1919
Neðri deild: 57. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2016 í B-deild Alþingistíðinda. (2127)

130. mál, hafnalög fyrir Vestmannaeyjar

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg leyfi mjer að mælast til, að hv. deild taki þessu frv. vel og fái það sjávarútvegsnefnd til meðferðar. Það er sjálfsagt nauðsynlegt að gera eitthvað alvarlegt til þess að vernda hafnarvirki í Vestmannaeyjum frá eyðileggingu og bæta þau og höfnina, því að af því er auðsær framtíðarhagnaður.

Sjávarútvegsnefnd mun vera málinu svo kunnug, að hún á að geta afgreitt það á skömmum tíma. En álits fjárveitinganefndar þarf að leita um fjárspursmálið.