06.09.1919
Neðri deild: 57. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2032 í B-deild Alþingistíðinda. (2170)

144. mál, þingfararkaup alþingismanna

Jörundur Brynjólfsson:

Jeg vil að eins undirstrika orð hv. 1. þm. Árn. (S. S ), um að næsta óhyggilegt sje að bera fram þetta frv. Það getur hreint og beint riðið á lífi hvers einasta þm., sem greiðir því atkvæði. Nú vita allir, hvílíkir ágætismenn eiga sæti hjer í hv. deild, og má nærri geta, hvílíkt tjón það væri fyrir þjóðina, ef enginn þeirra kæmi á þing aftur, og ekki bætir það úr skák, þegar þetta er gert fyrir þá er síðar kunna að koma. En þó hv. þm geti sprengt sig á þessu, get jeg þó, því miður, ekki greitt atkvæði móti frv., með hv. 1. þm. Árn. (S. S.) Til þess er frv. alt of sanngjarnt.